top of page

Samið við Landhönnun um gerð deiliskipulagstillögu fyrir nýtt hverfi á Selfossi

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Landhönnun slf. um gerð deiliskipulags­tillögu fyrir nýtt hverfi í landi Björk­ur. Landið sem um ræðir ligg­ur sunnan Suðurhóla, nið­ur með Eyravegi og Eyrar­bakka­vegi og er um 40 hektar­ar að stærð. Þar er gert ráð fyrir íbúða­svæði, leik- og grunn­skóla og versl­un­ar- og þjón­ustusvæði. Leit­að var tilboða í skipulags­gerð­ina og átti Land­hönnun lægsta tilboðið.


bottom of page