Samið við Landhönnun um gerð deiliskipulagstillögu fyrir nýtt hverfi á Selfossi
Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Landhönnun slf. um gerð deiliskipulagstillögu fyrir nýtt hverfi í landi Björkur. Landið sem um ræðir liggur sunnan Suðurhóla, niður með Eyravegi og Eyrarbakkavegi og er um 40 hektarar að stærð. Þar er gert ráð fyrir íbúðasvæði, leik- og grunnskóla og verslunar- og þjónustusvæði. Leitað var tilboða í skipulagsgerðina og átti Landhönnun lægsta tilboðið.